Mánudagur, 28. júlí 2008
Fjárhagur margra sveitarfélaga þyngist
Sveitarfélög munu mörg hver væntanlega þurfa að endurskipuleggja framkvæmdaáætlanir sínar fyrir þetta ár.
Halldór,formaður Sambnds sveitarfélaga,
segir áhrif niðursveiflunnar í efnahagslífinu á starfsemi sveitarfélaga ekki enn komin í ljós.
Aðspurður segir Halldór skuldastöðu sveitarfélaganna rjúka upp. Kostnaður sveitarfélaganna sem eru með erlend lán hefur aukist mikið. Það færist til gjalda í árslok ef þessi hækkun heldur áfram. Við vonum auðvitað bara að þetta jafni sig út á næstu árum. Hann bætir jafnframt við að aðstaðan sé mjög mismunandi enda hafi sum sveitarfélög engin erlend lán á bakinu en allt að því helmingur lána annarra sveitarfélaga sé erlendur.
Halldór telur einnig að erfiðleikarnir byrji á höfuðborgarsvæðinu. Öll fyrirtækin sem hafa verið í mikilli þenslu og útrás eru á höfuðborgarsvæðinu og því eðlilegt að erfiðleikarnir hefjist þar. Landsbyggðin hefur setið dálítið eftir í þeim efnum og þar af leiðandi finnur hún seinna fyrir erfiðleikunum.(mbl.is)
Það er sama hvar er borið niður í þjóðfélaginu.Gengislækkunin og erfitt ástand í efnahagsmálum segir alls staðar til sín.Þau svetarfélög sem eru með erlend lán lenda illa í því, skuldir þeirra rjúka upp. Erfitt er að velta slíkum erfiðleikum yfir á þegnana,þar eð fjárhagur almennings hefur einnig farið hríðversnandi vegna hærri eldsneytiskostnaðar,hærra matvælaverðs og hærri afborgana af lánum.
Björgvin Guðmundsson
Skuldir hækka og tekjur minnka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.