11 bankamenn með 20 millj.á mánuði í tekjur!

Bankamenn báru ekki skarðan hlut frá borði tekjulega séð á síðasta ári ef marka má álagningarskrá skattsins sem lögð var fram í gær. Alls voru ellefu tekjuhæstu bankamenn landsins með rétt tæpa fjóra milljarða samtals á síðasta ári og höfðu allir yfir 20 milljónir í mánuði í tekjur.

 

Hafa skal í huga að tekjur þessara manna eru ekki eingöngu launagreiðslur heldur einnig skattskyldur hagnaður af kaupréttum sem þeir hafa fengið hjá sínum bönkum.

Þetta er ógeðslegt á sama tíma og bankarnir væla yfir erfiðleikum og hafa skrúfað fyrir lán til atvinnufyrirtækja.

 

Björgvin Guðmundsson

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband