Ekkert framfærsluviðmið aldraðra enn

Í dag er réttur mánuður síðan framfærsluviðmið lífeyrisþega átti að vera tilbúið.Það hefur ekki verið birt enn.Endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga fékk það   verkefni að semja nýtt framfærsluviðmið,sem gæti verið til viðmiðunar við leiðréttingu á lífeyri aldraðra.Mér þykir ólíklegt,að það verkefni hafi tafist um heilan mánuð  hjá endurskoðunarnefndinni.Líklegra er,að stjórnvöld hafi stungið till0gum nefndarinnar undir stól.Það á greinlega að draga málið á langinn eins lengi og mögulegt er.

Hungurlúsin,sem lítill hópur eldri borgara fær nú um mánaðamótin, á að duga um sinn.Það eru 9 þús.kr. Það er ekki enn farið að leiðrétta kjör aldraðra vegna þess sem haft var af þeim 1.febrúar sl. þegar eldri borgarar fengu aðeins brot af því,sem láglaunafólk fékk.Engin   fullnægjandi leiðrétting  hefur enn fengist vegna  þess,að kjör eldri borgara drógust á undanförnum árum aftur úr öðrum launþegum.Það er ekki nóg að leiðrétta kjör lítils hóps,sem ekki er í lífeyrissjóði.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband