Össur styður álver við Bakka

„Þetta mun ekki breyta þeirri staðreynd að stuðningur ríkisstjórnarinn við þessa framkvæmd er óhaggaður,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um þann úrskurð Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra að þær fjórar framkvæmdir sem tengjast byggingu álvers á Bakka við Húsavík fari í heildstætt umhverfismat. „Þetta mun ekki seinka því að stóriðja rísi á Bakka um einn einasta dag.“

 

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að úrskurðurinn komi sér á óvart. „Hann er ekki í samræmi við það hvernig svona hlutir hafa verið framkvæmdir fram til þessa,“ segir hann en tekur fram að hann telji að úrskurðurinn muni ekki skipta sköpum fyrir framgang verkefnisins. Árni segir að út af fyrir sig sé ekkert rangt við úrskurðinn. „En það er óþægilegt fyrir þá sem vinna að svona verkefnum þegar breytt er um stefnu í því hvernig á að vinna að hlutunum.“

 

 

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir úrskurð umhverfisráðherra harðlega. „Þetta er alveg með ólíkindum og í raun svik við Norðlendinga og Þingeyinga þar sem iðnaðarráðherra lét þau orð falla þegar hann kvaddi þá síðast að hann myndi ekki svíkja þá,“ segir hún og bætir við: „Þetta er eins og hver önnur sýndarmennska hjá Samfylkingunni og ég lýsi líka fullri ábygð á hendur Sjálfstæðisflokknum í þessu stóra máli.“

 

Össur vísar gagnrýni Valgerðar á bug. „.Þingmenn eins og aðrir verða að gera ráð fyrir því að heimildarákvæði í lögum kunni að verða nýtt eins og í þessu tilviki,“ segir hann.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, hrósar Þórunni fyrir úrskurðinn. „Hvort Samfylkingin er að taka sig saman í andlitinu skal ósagt látið, en Þórunn ætlar greinilega ekki að láta sitt eftir liggja,“ segir hann.(mbl.is)

Svo virðist sem ríkisstjórnin styðji áfram  álver við Bakka. Talið er,að umhverfismatið muni aðeins tefja málið um nokkrar  vikur. Þá gefa menn sér,að matið verði hagstætt framkvæmdum.

 

Björgvin Guðmundsson

alver

 

 

 

 

 

 

Fara til baka 

Tengdar fréttir - Bakkaálver í umhverfismat

Innlent | Morgunblaðið | 02.08.2008 | 07:05

Umhverfismat ekki til að stöðva framkvæmdir

Innlent | mbl.is | 01.08.2008 | 13:06

Eigum eftir að kynna okkur ferlið

Innlent | mbl.is | 01.08.2008 | 12:52
Ilent | mbl.is | 01.08.2008 | 11:22
I
I

mbl.is Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ég veit ekki hvort eftirfarandi skoðun jafnast á víð guðlast eins og umræðan er orðin núna.

Jafnvel þó að niðurstaða umhverfismats væri neikvæð, er þá endilega óhugsandi að það sé skynsamlegt að fara af stað með framkvæmdir? Er málum svo komið umhverfismál hafa fengið algjöran forgang yfir efnahag, atvinnumál, velferð og óskir íbúanna á svæðinu.

Talað er um heildstætt umhverfismat. Af hverju að binda sig við umhverfisáhrif á Norðausturlandi. Er ekki nokkuð ljóst að þessi framkvæmd er umhverfisvæn á heimsvísu. Skv. Stern skýrslunni er hún það. Þar er sérstaklega vísað í umhverfisvæna orkuvinnslu á Íslandi.

Jafnvel þó að bara sé horft á málið frá sjónarhóli umhverfisverndar er ljóst að ýmis sjónarmið geta komið til álita.

Finnur Hrafn Jónsson, 2.8.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband