Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Hann hefur minnkað jafnt og þétt síðustu 8 mánuði, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúps.
Nákvæmlega helmingur kjósenda styður nú ríkisstjórnina og hefur stuðningurinn ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Fylgi ríkistjórnarinnar mældist tæp 80% í upphafi kjörtímabilsins en mælist nú 50%, tveimur prósentustigum lægri en í síðustu könnun. Samanlagt fylgi stjórnarflokkana er nú 61% en var þegar best lét rúm 70%. Það hefur heldur ekki mælst minna á tímabilinu. 5851voru í úrtakinu og svöruðu 64% þeirra könnuninni.
Eins er með fylgi Sjálfstæðisflokksins sem nú mælist 32%. Fylgi Samfylkingarinnar er nánast óbreytt frá því í júní og mælist nú ríflega 29% prósent. Vinstri-græn bæta við sig tveimur prósentustigum og mælast með 22% fylgi. Framsóknarflokkurinn mælist með rösklega 9% fylgi og stuðningur við Frjálslynda flokkinn er 5%. Ef gengið væri til kosninga nú segjast tveir af hundraði kjósa Íslandshreyfinguna. 11% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að svara og 13% segjast ekki ætla að kjósa. Könnunin var gerð á tímabilinu 30. júní til 29. júlí.
Það er ljóst,að hveitibraupsdögum ríkisstjórnarinnar er lokið. Fylgi stjórnarflokkanna er nokkuð svipað og áður,fylgi Sjálfstæðusflokksins þó nokkru minna..32% er með þvi minnsta,sem sá flokkur hefur fengið.29% hjá Samfylkingu er meira en í kosningunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það er ekki nýtt að þegar illa árar minnkar fylgi ríkisstjórnarflokka. hinsvegar er nýtt að Sjallarnir virðast fara verr út úr því en Samfó. venjan er að meðreiðarsveinar Sjallanna missi fylgi en Sjallarnir haldi nokkurn vegin velli.
Brjánn Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.