Margir launþegar tapa launakröfum

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, gerir ráð fyrir að félagið muni aðstoða um 2.000 félagsmenn við að innheimta vangreidd laun á þessu ári. Einhverjir þeirra eiga eftir að tapa verulegum fjárhæðum.

Gunnar Páll segir að undanfarin ár hafi VR aðstoðað 1.200 til 1.400 manns við að innheimta launakröfur. Hann telur að hópurinn stækki verulega næsta árið. Gunnar Páll gerir ráð fyrir að félagið aðstoði um 2.000 manns við slíka innheimtu á næstunni - oft við að innheimta laun frá gjaldþrota fyrirtækjum.

Formaður VR lýsir hér afleiðingum mikils samdráttar í þjóðfélaginu. Fyrirtæki segja upp starfsfólki og önnur verða gjaldþrota.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband