Atvinnuleysi getur tvöfaldast

Allt útlit er fyrir að atvinnuleysi muni tvöfaldast á næstu mánuðum. Rekstrarstaða íslenskra fyrirtækja hefur snarversnað á þessu ári. Vextir hafa hækkað upp úr öllu valdi og þá hafa bankarnir nánast lokað á öll útlán vegna lánsfjárkreppunnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld.

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði í fréttum Stöðvar 2 að það væri þungt hljóð í mönnum og útlitið væri kolsvart. Hann sagðist vilja sjá stjórnvöld auka opinberar framkvæmdir til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast á ný.


Atvinnuleysi hefur verið í kringum eitt prósent frá áramótum. Samkvæmt spá vinnumálastofnunar bendir allt til þess að atvinnuleysi aukist á næstu mánuðum og fari um eða yfir tvö prósent undir árslok. Það jafngildir því að um 3.400 manns séu án atvinnu.

Hætt er við þvi,að þessi spá um atvinnuleysi gangi eftir. Mér líst vek á hugmynd Guðmundar Gunnarssonar um að hið opinbera auki framkvæmdir til þess að auka atvinnu. Það er einmitt á samdráttartímum,sem hið opinbera á að auka framkvæmdir.

 

Björgvin Gu'mundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband