Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Færri kennara vantar en fyrir ári
Um 40 kennara vantar til starfa við grunnskóla Reykjavíkur, en á svipuðum tíma í fyrra vantaði um 70 kennara. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Útvarpsins, að nýir kjarasamningar og breyttar aðstæður á vinnumarkaði komi nú grunnskólunum til góða.
Menntasvið Reykjavíkur mun fá nákvæmari upplýsingar um hversu marga kennara vantar við skólana síðar í vikunni.
Það er rökrétt afleiðing atvinnuáastandsins,að færri kennara vanti nú en fyriir ári.Einnig hafa verið gerðir nýir kjarasamningqr og kjör kennara bætt. Væntanlega tekst,að manna sem flestar stöður kennara með menntuðum kennurum.
Björgvin Guðmundsson
Færri kennara vantar til starfa en oft áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.