Taka þarf upp hátekjuskatt á ný

Miklar umræður hafa orðið að undanförnu um ofurlaun vissra bankastjóra og forstjóra.Menn velta því fyrir sér hvað unnt sé að gera til þess að sporna gegn slíkri þróun. Það er ekki margt unnt að gera. En eitt er þó mögulegt og það er að taka á ný upp hátekjuskatt. Sá skattur var afnuminn af fyrrverandi ríkisstjórn. Hátekjuskattur var afnuminn en skattur á láglaunafólk aukinn. Nú þarf að snúa við af þeirri braut: Lækka á skatt af þeim lægst launuðu en hækka skatt af hátekjumönnum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Draugur

Alls ekki sammála þér. Það á að vera einn skattur, þannig að allir borga sömu % af hverri krónu sem að þeir draga í land.

Það þarf að einfalda skattakerfið, og þannig gera gegnsætt. Það á ekki að refsa fólki sérstæklega fyrir að vera búið að koma sér vel fyrir.

Draugur, 6.8.2008 kl. 08:50

2 identicon

Besta leiðin til að losna við hátekjufólk úr landi og lækka skattstofn ríkisins verulega eru svona heimskulegar tillögur. Svíar eru með þriggja þrepa skatt og héðan flýr fólk sem getur skráð tekjur sínar annars staðar um leið og það nálgast þriðja þrepið, sumir fara jafnvel fyrr.

Gulli (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband