Launþegar verða að fá leiðréttingu strax eftir áramót

Ekkert svigrúm er til að hækka laun á almennum vinnumarkaði um áramót umfram það sem kveðið er um í núgildandi kjarasamningi þrátt fyrir að forsendur samningsins séu brostnar segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir mikilvægara fyrir fólk að halda störfum sínum en að fá launahækkanir.

Skrifað var undir kjarasamning fyrir starfsmenn á almennum vinnumarkaði í febrúar en nú liggur fyrir að forsendur samninganna eru löngu brostnar enda mælist verðbólga nú tæplega 14%.

Blekið var varla þornað af samningunum,þegar krónan fór að falla og kauphækkunin rauk út í veður og vind.Þetta var  "plat" kauphækkun sem verkafólk fékk 1.febrúar. Verkalýðshreyfingin hlýtur því að leita leiðréttingar strax eftir áramót,þegar samningar leyfa. Það er ekkert nýtt að atvinnurekendur telji ekki grundvöll fyrir kjarabótum.Og víst verður róðurinn erfiður hjá verkalýðshryfingunni. En það er aðeins tvennt til: Kjarabætur vegna kjaraskerðingar af völdum falls krónunnar eða ákvæði um verðlagsuppbætur sem bæta launþegum jafnóðum alla kjaraskerðingu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband