Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Jóhanna: Skerðingar óviðunandi
Jóhanna Sigurðardóttir,félags-og tryggingamálaráðherra, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag,að skerðingar á bótum eldri borgara séu óviðunandi.Þetta segir hún í tilefni af viðtali um 25 þús. kr. uppbótina á eftirlaun,sem lækkar í 9 þús. kr. vegna skerðinga og skatta.
Þegar litið er á það litla,sem ríkisstjórnin hefur gert í lífeyrismálum eldri borgara og öryrkja kemur í ljós,að forgangsröð ríkisstjórnarinnar er mjög skrítin.Það er byrjað á því að bæta kjör þeirra,sem eru á vinnumarkaðnum. En hinir,sem ekki geta unnið síðustu æviárin eru skildir eftir. Þeir fá ekki sambærilegar kjarabætur og hinir. Ef litið er á eldri borgara kemur í ljós,að byrjað er á að draga úr skerðingu bóta vegna atvinnutekna en ekkert dregið úr skerðingu vegna tekna úr lífeyrissjóði. Ég tel það þó enn mikilvægara.Og það er látið hafa forgang að draga úr skerðingu bóta vegna fjármagnstekna fremur en að afnema skerðingu vegna lífeyristekna. Nú eru fjármagnstekjur allt í einu mikilvægari en tekjur úr lífeyrissjóði!Gott er,að ráðherra telji skerðingar óviðunandi en hvað líður leiðréttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja? Hvað líður framfærsluviðmiði lífeyrisþega,sem átti að' vera tilbúið 1.júlí og gera mögulegt að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja? Hvað líður leiðréttingu á því,sem haft var af öldruðum 1.feb. sl Á að reyna að gleyma því?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.