Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Hernám Íslands 1940
Sigurður G. Tómasson hefur undanfarið lesið úr bók á Útvarpi Sögu um hernám Íslands 1940 og afleiðingar þess. Er þetta mjög skemmtilegur og fróðlegur lestur.Mér er enn í fersku minni,þegar hermenn Breta stigu á land í Reykjavík 10.mai 1940.Ég átti þá heima á Nýlendugötu,alveg við höfnina.Það var allt krökkt af breskum hermönnum strax um morguninn og fljótlega reistu þeir bragga austast á Nýlendugötu og hlóðu upp sandpokum.Íslendingar voru fegnir því,að það voru Bretar en ekki Þjóðverjar sem hernámu
Ísland.Ríkisstjórn Íslands mótmælti hernáminu,þar eð Ísland var hlutlaust. Hernámið hafði mikil áhrif á Ísland. Atvinna jókst mikið í landinu.Hafin var gerð flugvallar í Reykjavík sem fjölmargir fengu vinnu við og kaup verkamanna hækkaði mikið.Íslendingar tóku hernáminu með ró og leiddu það að mestu hjá sér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.