Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Ferðast í hálft ár um Asíu,Ástralíu og Ameriku
Sonardóttir mín,Dröfn Hilmarsdóttir,er nú í mikilli heimsreisu,nokkurs konar hnattferð um Asíu,Ástralíu og Ameriku.Tekur ferðin hálft ár.Hún fór fyrst til Indonesíu með viðkomu í Dubai. Í gær var hún
stödd í Tulamben á norður Balí. Þar ætlar hún og vinkonan að kafa ef tækifæri gefst til. Í gær voru þær í bæ sem heitir Ubud sem er í klukkustundar fjarlægð frá Kuta. Þegar miklu ferðalagi um Indonesíu er lokið er ferðinni heitið til Ástralíu og jafnvel til Nýja Sjálands.En að lokum verður mikið ferðalag um Bandaríkin og ferðast þvert yfir landið frá vestur ströndinni til austur standarinnar.
Þetta er mikið og skemmtilegt ferðalag en einnig mjög þroskandi. Dröfn lauk stúdentsprófi sl. vor eftir aðeins 3 ja ára nám og varð semidux við útskrift.-Lesa má um ferðalag Drafnar á heimasíðu hennar www.dh.is
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.