Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Spron sameinast Kaupþingi
Eigendur 80% hlutafjár í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, samþykkti á hluthafafundi í gærkvöld tillögu stjórnar Sparisjóðsins um samruna við Kaupþing banka.
Mikill hiti var á fundinum og báru nokkrir hluthafar stjórnendur þungum sökum, þar á meðal um svik og að hafa beitt hluthafa blekkingum. Guðmundur Hauksson forstjóri SPRON kveðst hafa ákveðið að svara ekki þessum ásökunum.
Guðmundur segir að samþykki samkeppnisyfirvöld samrunann, megi gera ráð fyrir að hann verði að veruleika á haustmánuðum, en til að byrja með verður allt óbreytt:
Óánægja hluthafa á rætur að rekja til ríflega 80% verðfalls sem orðið hefur á hlutabréfum í Sparisjóðnum frá því hann var settur á markað á liðnu hausti. Samkvæmt samrunatilboði Kaupþings er hver hlutur í SPRON metinn á 3 krónur og 83 aura, eða innan við fimmtung upphaflegs gengis.
Spron var til skamms tíma mjög öflugur banki.En eftir að Spron var gert að hlutafélagi og fór á markað fór að halla undan fæti.80% verðfall á hluabréfum félagsins er mikið hrun. Segja má,að Spron hafi orðið græðgisvæðingunni að bráð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.