Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Áhrif loftslagsbreytinga gætir i náttúru Íslands
Loftslagsbreytinga gætir nú þegar í náttúru Íslands og lífríki. Það má sjá í gróðurfari, fuglalífi og fiskistofnum, sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra við S-vefinn í dag eftir kynningu nýrrar skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytinganna á Íslandi, þar sem síðustu tvímæli eru af tekin um veruleg áhrif breytinganna nú þegar og til langrar framtíðar. Skýrslan rennir styrkari stoðum undir samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Við verðum að gera okkar til þess að koma í veg fyrir að það hlýni meira en 2 gráður á þessari öld, segir Þórunn og vísar þar til stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar fyrir Balí-ráðstefnuna í haust þegar Íslandi var skipað í hóp framsæknustu þjóða, ESB og Noregs meðal annars, en hafði áður setið á skussabekk á alþjóðavettvangi í loftslagsmálum.
Skýrslan er unnin af færustu vísindamönnum okkar á þessu sviði. Hún er hinn vísindalegi grunnur sem allt okkar starf og aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þarf að byggjast á, segir umhverfisráðherra, sem skipaði nefndina í fyrrahaust. Þetta er afar vel unnin og góð skýrsla. Læsileg. Ég hvet alla til þess að kynna sér hana, ( Vefur Samfylkingar)
Skýrslan er viðvörun til Íslendinga. Þeir verða að gera ráðstafanir til þess að draga úr útblæstri hér á landi og leggja sitt að mörkum með þjóðum heims til þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Björg vin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.