Gylfi Arnbjörnsson vill nýja þjóðarsátt

Hefja verður þegar á haustmánuðum víðtækt samráð um að finna lausn á þeirri efnahagslegu ógn sem steðjar að þjóðarbúinu, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Að borðinu verði allir að koma, aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera að ógleymdum fjármálastofnunum, ef nást eigi ný þjóðarsátt um að vinna á vandanum.

Langvarandi verðbólga og óstöðugleiki hafði hrjáð íslenska efnahagskerfið þegar viðræður vinnuveitenda, launþega, bændasamtakanna, hins opinbera og fleiri, skiluðu þeim árangri fyrir um 18 árum að til varð hin svonefnda þjóðarsátt, sem tryggði viðunandi stöðugleika næstu árin.

Nú er aftur farið að gefa á bátinn, kaupmáttur rýrnar, verðbólga hækkar, dökkt útlit framundan segir Gylfi Arnbjörnsson. Næstu misseri verði hagkerfið komið í svo mikið ójafnvægi mikil vá sé fyrir dyrum.

Hann segir enga eina aðgerð vera til sem undið geti ofan af ástandinu og leiðrétt það, því sé afar mikilvægt að menn setjist niður í fordómalausa umræðu og að borðinu komi samtök launþega, atvinnulífsins og stjórnvöld.( ruv.is)

Það blæs ekki byrlega fyrir nýrri þjóðarssátt nú.Það getur verið að forustumenn aðila vinnumarkaðarins vilji fá þjóðarsátt en það er ekki  víst,að launþegar séu tilbúnir  í að afsala sér öllum kjarabótum í því skyni. Þeir hafa verið hýrudregnir frá því samningar voru gerðir 1.feb. sl. og þeir vilja fá uppbætur.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Á komandi vetri verða samningar opinberra starfsmanna og nokkurra annarra félaga lausir, þá þarf hin nýja þjóðarsátt að vera orðin að veruleika:

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband