Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Mikið af jöklabréfum á gjalddaga- veikir krónuna
Gjalddagi margra jöklabréfa er á morgun. Hagfræðingur hjá Greiningardeild Landsbankans telur að fjárfestar framlengi ekki bréfin. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að það verði til þess að veikja krónuna.
Erlendir fjárfestar hafa keypt mikið af jöklabréfum ( krónubréfum) þar eð vextir hafa verið svo háir hér. Seðlabankinn hefur haldið vöxtum í himinhæðum og þannig stuðlað að því að erlendir fjárfestar hafa keypt mikið af jöklabréfum.Síðan þegar bréfin eru innleyst skapar það mikinn þrýsting á krónuna og veldur lækkun hennar.Hækkun stýrivaxta,sem á að styrkja krónuna getur því einnig af þessum ástæðum veikt hana.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.