Olympíuleikarnir settir í dag

Gert er ráð fyrir því að fjórir milljarðar manna horfi á setningarathöfn ólympíuleikanna í sjónvarpi um allan heim í dag. Athöfnin fer fram í skugga mikillar gagnrýni á Kínversk stjórnvöld, meðal annars vegna mannréttindabrota og takmarkanna sem þau setja starfi blaða- og fréttamanna í landinu.

Ólympíuleikarnir í Peking eru hinir dýrustu sem hafa verið haldnir og pólitísk mótmæli þeim tengd hafa verið áberandi. Stjórnvöld hafa meðal annars verið gagnrýnd harðlega fyrir að takmarka aðgang fréttamanna að interneti og hefta starf þeirra að ýmsu öðru leyti.

Bush Bandaríkjaforseti er einn þeirra sem verður viðstaddur athöfnina en lýsti yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi mannréttindamála í Kína í gær.
Mikill hiti er í Peking og ský liggur yfir borginni. Mönnum ber ekki saman um hvort um er að ræða mengun eða náttúrulegt mistur. Um 10.000  þátt í setningarathöfninni en sumir íþróttamannanna hafa ákveðið að sitja hana af sér af ótta við að mengun skaði heilsu þeirra og hiti og áreynsla við þátttöku í athöfninni dragi úr árangri þeirra í keppni. Þetta á fyrst og fremst við þá sem eiga leik strax á morgun.(ruv.is)

Enginn vafi er á því,að leikarnir verða lyftistöng fyrir Kína. Kínverjar hafa lagt mikið í leikana og þeir vekja athygli á því hvað Kína er orðið mikið stórveldi. En jafnframt draga þeir fram umræður um mannréttindabrot í Kína og gegn Tíbet. Mikið er um handtökur og  aftökur og enn er Kína hreint   lögregluríki og mannréttindi fótum troðin. Athygli hefur vakið að fólk sem bjó i námunda við  leikvanginn hefur verið hrakið á brott og hús þeirra rifin. Það virðist engin virðing fyrir réttindum fólksins.Hvað er orðið um upphafleg markmið kommúnismans í Kína?

 

Björgvin Guðmundsson

Leit

Breyta leturstærð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband