Verður Vilhjálmur endurreistur?

 

Það er nú komið í ljós,að Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson átti enga  sök á fylgistapi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. Flokksmenn og forusta flokksins taldi nauðsynlegt að láta Vilhjálm hætta sem foringja.Hún taldi,að við það mundu öll vandamál íhaldsins í Reykjavík leysast og fylgið streyma til þess á ný.En svo varð ekki. Hanna Birna var látin taka við af Vilhjálmi en það breytti engu. Það var nefnilega stefnan og vinnubrögðin sem hér hafði mest að segja. Þau vinnubrögð  íhaldsins að kaupa Ólaf F. til fylgis við sig með borgarstjórastólnum eru slík,að Reykvíkingum ofbauð. Aldrei áður hefur slíkt gerst. Hanna Birna hefur ekki náð einu einasta atkvæði til baka til  íhaldsins. Vilhjálmi mundi áreiðanlega ganga betur í því efni. Þess vegna væri skynsamlegast fyrir íhaldið að endurreisa Vilhjálm og setja hann á ný foringa yfir liðið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband