Í sveit á Stafnesi

Þegar ég var krakki bjuggu amma mín og afi á Hvalsnesi suður með sjó.Mamma fór oft með mig í heimsókn þangað.Það voru skemmtilegar ferðir og mikið tilhlökkunarefni að fara þangað.Síðar fluttu amma og afi til Hafnarfjarðar  en þá var mér komið fyrir  í nokkur sumur  "í sveit" á Stafnesi hjá Júlíu systur  mömmu og manni hennar Sigurbirni.Þar var mjög skemmtilegt að vera enda mikið af krökkum þar en Júlía átti margar dætur.Mér stendur vistin þar ljóslifandi fyrir hugskotssjónum.Það var ekki aðeins búskapur á Stafanesi heldur einnig útgerð og saltfiskverkun.Það var nóg fyrir ungan dreng til að fylgjast með og stundum fekk ég að fara út á sjó á bát.Það voru skemmtilegar ferðir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband