Gengislækkunin er 33%! Mikil kjaraskerðing

Frá áramótum nemur gengislækkun krónunnar 33% (gagnvart evru) Ef stjórnvöld hefðu fellt gengið svo mikið hér áður meðan ríkisstjórn hafði gengisskráninguna í sínum höndum hefði legið við uppreisn í landinu.Það er eðlilegt,þar eð 33% gengislækkun þýðir stórfellda kjaraskerðingu.Með þessari miklu gengislækkun hefur öll kauphækkunin sem verkalýðshreyfingin samdi um 1.feb.sl. verið tekin til baka.Það var búið að skerða kjör verkafólks áður með verðbólgu og átti m.a. að bæta launþegum þá kjaraskerðingu.Óðaverðbólgan sem síðan hefur dunið yfir er að mestu afleiðing gengislækkunarinnar.Það næst engin þjóðarsátt um að launafólk beri  alla þessa kjaraskerðingu bótalaust. Verkafólk verður að fá sínar kjarabætur.Það er vitlaust gefið. Það verður að gefa  upp á nýtt og færa fjármuni frá atvinnurekendum og  auðmönnum til verkafólks. Fyrr verður ekki friður í landinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta fer að fara í taugarnar á manni að lesa um þessa forgangsmenn, að fá miljarða í gróða af kauprétti er bara ástæða til að  fara í nornaveiðar og brenna þetta lið á báli, hef verið talin mikill sjálfstæðismaður en þetta gengur að sjálfsögðu fram af manni, geta þessir menn ekki fotmatað sig í okkar heim og lifað eins og aðrir. bara lifað af 1 miljón eða svo á mánuði

haukur (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband