Laugardagur, 9. ágúst 2008
Ójöfnuður hefur aukist
Í vorskýrslu hagdeildar ASÍ kemur fram að ójöfnuður hafi farið vaxandi á sl. 10 til 15 árum og þá sérstaklega frá árinu 1995 vegna aukinna fjármagnstekna þeirra tekjuhærri og breytinga á skattkerfinu sem koma þeim tekjuhæstu best. Skattur af fjármagnstekjum er mun lægri en af launatekjum og á sama tíma hefur dregið úr tekjujöfnun skattkerfisins með afnámi hátekjuskatts og hlutfallslegri lækkun barnabóta og persónuafsláttar. Allir þessir þættir ýta undir aukinn ójöfnuð ráðstöfunartekna umfram ójöfnuð heildartekna.
Fjármálaráðherra hefur tjáð sig um nýja rannsókn hagdeildar ASÍ á jöfnuði í samfélaginu. Í viðtali við ráðherranní DV 4.-6. maí og neitar hann alfarið að ójöfnuður hafi vaxið. Þessar staðhæfingar ráðherrans eru rangar. Hagdeild ASÍ notar viðurkennda alþjóðlega mælikvarða til að mæla ójöfnuð og samkvæmt þeim mælikvörðum hefur ójöfnuður ótvírætt vaxið og eru þær niðurstöður hagdeildarinnar í samræmi við niðurstöður fræðimanna.
Ekki hefur jöfnuður aukist neitt á þessu ári.Nokkur viðleitni var til þess að hækka lægstu laun meira en hærri laun í kjarasamningunum í feb. sl. en allar kjarabætur,sem samið var um þar, eru roknar út í veður og vind vegna gengislækkunar og verðbólgu.Hækkun skattleysismarka er ekki farin að skila sér og þeim er dreift á svo langt tímabil,að almenningur mun varla taka eftir þeim. Það þarf að hækka skattleysismörk mikið meira en ákveðið hefur verið. Hækka mætti skatt af fjármagnstekjum og lækka skatt á einstaklingum.Margir auðjöfrar borga engan tekjuskatt,aðeins fjármagnstekjuskatt og eru því að greiða minna til samfélagsins en aðrir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.