Ekkert neysluviðmið enn.Lífeyrir óbreyttur

Því var lofað,þegar kjarasamningar voru gerðir í feb.sl.,að nýtt neysluviðmið fyrir lífeyrisþega yrði tilbúið 1.júlí sl. Það fyrirheit var endurtekið síðar.Nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar var falið að semja þetta nýja framfærsluviðmið.Þó eru tvær opinberar stofnanir starfandi,Hagstofan og Neytendastofa sem hefðu geta látið umræddar upplýsingar í té. Neytendastofa hefur kannað framfærsluviðmið.Hagtofan rannsakar reglulega neysluútgjöld heimilanna í landinu og birtir m.a. meðaltals neysluútgjöld einstaklinga. Það er því engin þörf á því að láta nefnd á vegum ráðherra fikta í tölum um það hvað lífeyrisþegar þurfa sér til framfærslu.

Ég geri ráð fyrir,að umrædd nefnd hafi skilað sínum tölum 1.júlí eins og lagt var fyrir hana. En fjármálaráðherra hefur sjálfsagt lagst á tölurnar og  þess vegna fást þær ekki birtar.Sá ráðherra er alfarið á móti því,að lífeyrir eldri borgara og öryrkja hækki nokkuð.Það má hins vegar draga úr skerðingu bóta þeirra lífeyrisþega,sem eru á vinnumarkaðnum,þar eð ríkið nær kostnaði við það öllum til baka með sköttum af atvinnutekjunum.Það hefur ekki verið staðið við fyrirheit um nýtt framfærsluviðmið 1.júlí sl.Gefið var til kynna,að á grundvelli nýs framfærsluviðmiðs yrði lífeyrir lífeyrisþega hækkaður en  það hefur ekki verið gert. Lífeyrir  aldraðra sem hlutfall af lagmarkslaunum er nú 93,74% en var 100% sl. ár. Lífeyririnn hefur því minnkað sem hlutfall af launum en átti að aukast.Hvernig er með kosningaloforðin?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband