Reynt að kæfa mótmæli á olympíuleikunum

Ungur námsmaður flaggaði í morgun tíbetskum fána við æfingu rétt áður en keppni í reiðmennsku átti að fara fram á ólympíuleikunum í Peking. Faldi konan fánann undir kanadískum fána. Starfsmenn á keppnisvellinum brugðust skjótt við og huldu fánann og konuna með bláu teppi. Var konunni og fylgdarmanni hennar því næst vísað frá áhorfendasvæðinu en ekki er ljóst hvort þau voru handtekin.

Kínversk yfirvöld banna að tíbetska fánanum sé flaggað á ólympíuleikunum þar sem ekki má flagga fánum þeirra þjóða sem ekki taka þátt í þeim.(ruv.is)

Frelsisbarátta Tíbet nýtur stuðnings víða um lönd,m.a. hér.Dæmið af unga námsmanninum,sem veifaði tíbetskum fána í Peking sýnir,að Tíbet á víða vini. Meðferð Kína á Tíbetbúum er fordæmanleg. Kínverjar fremja gróf mannréttindabrot í Tíbet og ekki á að láta þá komast upp með það.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband