Laugardagur, 9. ágúst 2008
Eru hátiðahöld samkynhneigðra komin út í öfgar?
Gleðiganga samkynhneigðra er í dag.Það er mikið um að vera hjá þeim og gagnkynhneigðir horfa á eða taka þátt.Þetta er orðin svo voldug ganga,að hún skyggir á hátíðahöldin 17.júní.En hverju er verið að fagna? Er verið að fagna réttindum samkynhneigðra? Sennilega.En mér finnst,að ef til vill séu þessi hátíðahöld komin út í öfgar.Fyrst fóru samkynhneigðir huldu höfði,voru í skápnum eins og sagt var. Það var óeðlilegt ástand og stafaði að miklu leyti af því að samfélagið var ekki búið að viðurkenna samkynhneigð. En eftir að samkynhneigðir komu út úr skápnum vita þeir ekki hvernig þeir eiga að láta. Þeir eru sí og æ að vekja athygli á því að þeir séu hommar eða lesbíur.Geta þeir ekki að einhverju leyti haft kynhneigð sína út af fyrir sig.Það er ef til vill allt í lagi,að þeir hafi hátíðahöld einstaka sinnum en á hverju ári er alltof mikið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála.
Skotta (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 14:41
Gleðigangan snýst um að við gleðjumst yfir því að við erum ekki öll eins, en samt eins. Við gleðjumst yfir fjölbreytileikanum og við aðstandendur eða vinir samkynhneigðra, förum útá götu og segjum stolt "Þetta er ástvinur minn, og ég elska hann eins og hann er"
Og ef að hún skyggir á 17 júní er spurning hvort það þurfi ekki einfaldlega að fara að uppfæra dagskránna þar.
Fríður Esther (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 20:42
Verðugt umhugsunarefni, ég hef oft spáð í það hvers vegna samkynhneigðir þurfa öllum stundum að koma því að að þeir séu samkynhneigðir. Það er ekki svo viðtal við samkynhneigðan einstakling að ekki sé komið inn á það hvað hann gerir í svefnherberginu sínu. Annars hefur þetta ekki truflað mig og er ég reyndar ánægður fyrir þeirra hönd hvað varðar réttindi þeirra. Það er þó eitt sem ég á erfitt með að skilja, það er hvers vegna þeir vilja fá að giftast undir kristinni trú sem í raun fyrirlýtur þá. Það fer ekkert á milli mála hvað biblían segir um samkynhneigð, það á að grýta þá samkvæmt bókinni. Hvers vegna vill einhver leggjast á hnén fyrir framan slíkt altari og láta kannski prest sem nokkrum árum áður talaði um að þetta hjónaband ætti heima á öskuhaugunum?
Valsól (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 21:15
Samkynhneigðir Íslendingar eru gríðarlega heppnir að búa í landi þar sem þeim er ekki refsað fyrir kynhneigð sína. Gay Pride gangan á Íslandi er sannarlega stór og skemmtileg, en annars staðar (a.m.k. í sumum löndum) þurfa þeir sem taka þátt í Gay Pride að sæta ofbeldi og niðurlægingum, gott ef ekki fangelsisdómi og jafnvel lífláti. Bara vegna kynhneigðar sinnar.
Á meðan þetta er það sem samkynhneigðir þurfa að þola í öðrum löndum, finnst mér sjálfsagt að íslenskir hommar og lesbíur fái að halda sínar göngur árlega, þó ekki væri nema að sýna að í sumum löndum hafa samkynhneigðir (næstum því) fullkomið jafnrétti á við aðra borgara.
Þeir sem vilja gleðigöngu gagnkynhneigðra er velkomið að byrja bara að skipuleggja hana! Ég skal alveg mæta á hana líka. Kannski væri sniðugt að steypa þessum tveimur göngum saman og hafa "gleðigöngu frjáls kynferðis"?
Rebekka, 9.8.2008 kl. 21:17
Já kannski er þetta ástæðan að menn eru ekki að skilja þessa göngu rétt.
Það er ekki verið að fagna samkynhneigð langt í frá, heldur er verið að undirstrika margbreytileika mannlífisins, og gleðjast saman. Það er verið að segja að gleðin er betri en hatrið.
Með gleðikveðju til ykkar og megi gleðin vera með ykkur
Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 21:55
Hva. fór þetta eitthvað fyrir brjóstið á þér Hugsanleg skýring er sú að miðbærinn fyllist af gagnkynhneigðu fólki sem staðfestir umburðarlyni þjóðarinnar um leið og sköðuð er skemmtileg stemming sem sótt er í út af fyrir sig, svo er enginn skyldaður til að mæta.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 22:45
Ósammála; hef reynt - og að mestu tekist - að yfirvinna fordóma mína gagnvart samkynhneigðum og lengi stutt jafnréttisbaráttu þeirra. Hef þó enn efasemdir um þörfina á að kalla sambúðarform þeirra "hjónaband."
Gísli Tryggvason, 9.8.2008 kl. 23:27
Það er alltaf verið að kvarta yfir því að það vanti líf í miðbæinn og svo er hérna kvartað yfir því að samkynhneigðir fylli miðbæinn einu sinni á ári. Hvað er eiginlega vandamálið, er þetta of mikil gleði fyrir suma.
Þegar ég hef farið til að skoða gönguna að þá hefur hún verið á við bestu karnival göngu og ég hef haft gaman að henni þó ég kunni persónulega betur við alvöru konur sem drottningar.
Gay Pride hefur heppnast gríðarlega vel á Íslandi og hér tekur almenningur þátt á meðan á mörgum öðrum stöðum að almenningur gerir aðsúg að göngufólki eða að yfirvöld einfaldlega banni gönguna.
Það er þannig séð rétt að staða samkynhneigðra er frekar góð hér á landi og því kannski ekki jafn mikil þörf fyrir kröfugöngu. En einmitt þessvegna hafa þeir lagt á það áherslu að þetta sé gleðiganga en ekki venjuleg kröfuganga, og ég held að það sé ástæða fyrir því jákvæða viðhorfi sem er til þeirra hér á landi, hjá flestum.
Ingólfur, 10.8.2008 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.