Framboð á leiguhúsnæði eykst

Framboð á leiguhúsnæði hefur aukist hratt að undanförnu á höfuðborgarsvæðinu. Leiga hefur hinsvegar nánast ekkert lækkað á sama tíma. Algengt er að eigendur einbýlishúsa reyni að leigja þau á allt að 350 þúsund krónur á mánuði. Framboð af leiguhúsnæði hefur aukist að undanförnu en verðið hefur hinsvegar lítið lækkað.

Á sama tíma og lítið selst af húsnæði virðist leigumarkaðurinn vera að taka við sér. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru sammála um að framboð á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist mikið síðustu mánuði. Eitthvað sé um að verktakar setji nýbyggðar íbúðir á leigu en mest eru þetta einstaklingar.

Á leigumiðlunum sést að hægt er að fá einbýlishús leigð fyrir 350 þúsund krónur á mánuði. Algengt leiguverð fyrir tveggja herbergja íbúð er um 150 þúsund krónur. Þúsundir nemenda eru nú á leið í skóla og margir þeirra leita sér nú að húsnæði. Um eitt þúsund og tvöhundruð hafa sóst eftir að fá leigða íbúð hjá Félagsstofnun stúdenta í haust, fæstir höfðu árangur sem erfiði.

Því voru aðeins um 200 íbúðir og herbergi laus í haust. Þeir sem ekki fengu þær leigðar leita inn á almenna markaðinn - þar sem hátt verð gerir þeim erfitt fyrir.(ruv.is)

Með því að framboð eykst á leiguhúsnæði hlýtur leigan að fara að lækka.Hin háa leiga sem nú tíðkast er óeðlileg og upp úr öllu valdi.Ekki væri óeðlilegt,að húsaleigubætur væru hækkaðar til þess að hjálpa fólki,sem er í húsnæðisneyð og ekki getur keypt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband