Gjaldendur greiða 213,6 milljarða í tekjuskatt og útsvar.15,1% hækkun

  • .Skattheimtan eykst.Við greiðum til ríkis og sveitafélaga 15,1% hærri tekjuskatt og útsvar en í fyrra.Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 213,6 milljörðum króna.. Álagðir tekjuskattar til ríkissjóðs skiptast í tekjuskatt annars vegar og fjármagnstekjuskatt hins vegar en útsvarið er tekjustofn sveitarfélaga.
  • Almennan tekjuskatt, samtals 86,4 milljarða króna, greiða 178.270 einstaklingar, eða 67% framteljenda og hefur það hlutfall lækkað nokkuð frá fyrra ári. 
  • Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 101,9 milljörðum króna og hækkar um 16,8% frá fyrra ári. Gjaldendur útsvars eru 256.777 og fjölgar um 4,4% milli ára. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar samkvæmt því um 11,8% milli ára en meðalútsvarshlutfall breyttist ekki. Hækkunin hefur aldrei áður orðið jafn mikil að óbreyttri útsvarsprósentu.
  • Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 25,3 milljörðum króna og hækkar um tæplega 55% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru tæplega 99 þúsund og fjölgar um rúmlega 6% milli ára. Söluhagnaður skýrir 58% af skattstofni fjármagnstekjuskatts en arður og vaxtatekjur tæpan fimmtung hvor liður. Hlutur fjármagnstekjuskatts af tekjusköttum einstaklinga til ríkissjóðs jókst verulega og nam 22,6% en hlutfallið var 16,6% í fyrra.
  • Það er athyglisvert,að fjármagnstekjuskattur hækkar um 55% milli´ára.Það er út af fyrir sig án  ánægjulegt en hitt er ekki nógu gott,að  margir þeirra,sem greiða fjármagnstekjuskatt  greiða engan tekjuskatt og eru því að borga hlutfallslega mikið minna en aðrir til samfélagsins.

     

    Björgvin Guðmundsson



  •  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband