Laun forstjóra Landspítala hækka um 25%!

  • Laun forstjóra Landspítala hækka, samkvæmt ákvörðun kjararáðs, þegar nýr forstjóri tekur við starfi 1. september. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að mánaðarlaunin verði 1.618.56 krónur. Laun forstjóra hafa verið um 1,3 milljónir króna og er hækkunin því um 25%.( mbl. is)

  • Þetta er furðuleg ákvörðun. Samkvæmt þessu er kjararáð farið að stuðla að  auknum launamismun í landinu. Á sama tíma og samið er um litlar kauphækkanir hjá almennum launþegum og reynt er að hækka þá allra lægstu meira en þá  sem eru hálaunaðir  ákveður kjararáð að hækka laun sem voru 1,3 millj. á mánuði upp í 1,6 millj. kr.Nær væri að hækk laun hjúkrunarfræðinga,ljósmæðra og  aðstoðarfólks á LHS meira svo unnt sé að fá fólk til starfa á spítalanum.

  • Björgvin Guðmundsson

  • Fara til baka 


mbl.is Laun forstjóra Landspítala hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Eins og talað úr mínum munni. Takk

Sigrún Óskars, 11.8.2008 kl. 10:12

2 identicon

Forstjórinn á nú fjölskyldu og verður að geta brauðfætt hana og 1,3 millur duga einfaldlega ekki fyrir helstu nauðsynjum á þessum síðustu og verstu tímum. Veistu hvað kostar að fylla tankinn á Range Rover þegar bensínverðið er svona???

Karma (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:38

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 11.8.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband