Eru allar ríkisstjórnir eins?

 

Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar voru búnar að  vera í 12 ár við völd þegar þær fóru frá við síðustu alþingiskosningar.Framsókn sætti harðri gagnrýni meðan hún var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum,svo mjög ,að hún hafði nær þurrkast út.Kjósendur bjuggust við mikilli breytingu við valdatöku Samfylkingarinnar.En hefur orðið einhver breyting? Ég held ekki,a.m.k. ekki enn.Samfylkingin boðaði stóriðjustopp og  miklar kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. En hvort tveggja lætur á sér standa. Stóriðjan,áliðjan,virðist halda áfram alveg eins og gamla stjórnin væri áfram við völd.Að vísu úrskurðaði  umhverfisráðherra á dögunum,að  allar framkvæmdir tengdar álverksmiðju við Bakka við Húsavík ættu að fara í sameiginlegt umhverfismat.Álsinnar ruku upp til handa og fóta og sögðu,að þetta gæti tafið álverksmiðjuna við    Bakka mjög mikið..En umhverfisráðherra taldi,að þessi ákvörðun hennar þyrfti ekki að tefja framkvæmdir við álverksmiðju meira en um nokkra mánuði og verksmiðjan gæti eftir sem áður hugsanlega tekið til starfa 2012.

Kjarabætur aldraðra og öryrkja hafa ekki náð fram að ganga enn.Ríkisstjórnin hefur verið að draga úr tekjutengingum,einkum hjá þeim,sem eru á vinnumarkaðnum.En kjör eldri borgara,sem ekki geta unnið,hafa enn ekkert verið bætt.Það er eins og Framsókn  sé enn í stjórn.Hvað er að gerast? Er verið að gera grín að kjósendum? Er það Sjálfstæðisflokkurinn sem ræður  og velur sér  fylginauta  eftir" behag".Það var mikið rætt eftir kosningar,að Vinstri græn hefðu verið reiðubúin til stjórnarsamstarfs  við Sjálfstæðisflokkinn.Það er ekki von á góðu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður ferðinni og getur valið sér samstarfsflokka,sem ráða litlu sem engu.Er ekki kominn tími til,að breyting verði hér á?

 

Björgvin Guðmundsson

 

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér Björgvin að halda Ríkisstjórninni og þínum flokki við efnið. Ekki veitir sko af. Halltu þessu áfram, það gæti kanski dugað til að eitthvað verði gert.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband