Mánudagur, 11. ágúst 2008
Rússar gerðu loftárásir á Georgíu í morgun
Medvedev, forseti Rússlands, sagði eftir fund með varnarmálaráðherra Rússlands í morgun, að stórum hluta" aðgerða Rússlandsher í Suður-Ossetíu væri lokið. Sagði hann að styrkt friðargæslulið réði nú héraðshöfuðborginni Tskhinvali.
Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna svonefndu ætla að halda símafund í dag um ástandið í Suður-Ossetíu. Rússar hafa í morgun gert loftárásir á staði í Georgíu og sökuðu Georgíumenn jafnframt um að hafa ekki staðið við heit um vopnahlé í Suður-Ossetíu.(mbl.is)
Rússar hafa með hernaðaraðgerðum sínum gegn Georgíu,m.a. loftárásum á höfuðborg landsins,sýnt,að þeir meta mannslíf einskis.Það eru völdin og að sýna styrk sinn sem skipta þessa menn öllu. Það er svipað með Rússa og Bandaríkjamenn. Þegar að því kemur að beita valdi og sýna vald sitt þá skipta mannslífin engu. Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak á fölskum forsendum og skipti þá engu þó fjöldi saklausra borgara missti lífið.
Björgvin Guðmundsson
Segir aðgerðum að mestu lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.