Kvótakerfið felur í sér mannréttindabrot

Rætt var við Ásmund,baráttumann,gegn kvótakerfinu,í kastljósi í gærkveldi. Einnig ræddu þeir málið þeir Grétar Mar,þingmaður Frjálslyndra og Friðrik Arngrímsson frá LÍÚ.Ásmundur hefur undanfarið stundað þorskveiðar án þess að hafa kvóta og hefur nú verið stöðvaður. Ásmundur kveðst vera í fullum rétti að veiða þar eð þjóðin eigi kvótann.LÍU   hefur haldið því fram,að Ásmundur hafi sjálfur hagnast á kvótakerfinu,þar eð hann hafi selt kvóta 1990  með  hagnaði. Grétar Mar sagði í kastljósi í gærkveldi,að árið 1990 hefðu kvótaviðskipti ekki verið byrjuð.. Það hefði ekki myndast hagnaður af þorskkvótum  fyrr en síðar.LÍÚ væri aðeins að reyna að sverta Ásmund.

Grétar Mar sagðist styðja baráttu Ásmundar. Kvótakerfið væri ranglátt og Mannréttindanefnd Sþ. hefði úrskurðað,að það fæli í sér mannréttindabrot.

Ég er sammála  Grétari. Það á að afnema eða gerbreyta kvótakerfinu.Það verða allir að sitja við sama borð og eiga rétt á því að veiða. Annað er brot á stjórnarskránni.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Góður!

Kjartan Eggertsson, 12.8.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband