Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma til 2012
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur kynnt framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landsvísu til ársins 2012. Áætlunin gerir ráð fyrir 400 nýjum hjúkrunarrýmum sem er viðbót við þau hjúkrunarrými sem nú eru í notkun. Auk þess er gert ráð fyrir 380 rýmum til að breyta fjölbýlum í einbýli.
Allt að 15% af heildarfjölda hjúkrunarrýma verða nýtt til hvíldarinnlagna til stuðnings við aldraða í heimahúsum og aðstandendur þeirra. Þá er gert ráð fyrir hærra hlutfalli hjúkrunarrýma fyrir heilabilaða í samræmi við vaxandi þörf.
Samhliða áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem kynnt var í dag, hefur að undanförnu verið unnið í félags- og tryggingamálaráðuneytinu að mótun stefnu um heildstæða öldrunarþjónustu, í samvinnu við hagsmunaaðila og fagfólk í öldrunarþjónustu.
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem einnig var kynnt í dag, kemur fram að á næstunni verður unnið að margvíslegum verkefnum til að styrkja og efla öldrunarþjónustu í landinu. Heilbrigðisráðuneytið mun áfram vinna að áætlun um uppbyggingu samþættrar heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í samráði við félags- og tryggingamálaráðuneytið og sveitarfélög sem liggja skal fyrir í byrjun árs 2009 fyrir landið allt.
endurskoðun áætlunarinnar í árslok 2009. Ef miðað er við þörfina eins og hún liggur nú fyrir er áætlaður stofnkostnaður ríkis, sveitarfélaga og sjálfseignarstofnana við fjölgun hjúkrunarrýma samkvæmt áætluninni um 17 milljarðar króna sem dreifist að hluta til á allt að 25 ár. Verulegur hluti uppbyggingarinnar verður fjármagnaður með leigugreiðslum í stað stofnkostnaðarframlags á fjárlögum.(mbl.is)
Hér er um metnaðarfulla áætlun að ræða og mun væntanlega leysa vanda margra,sem þurfa á hjúkrunarrými að halda. Samfylkingin lagði mikla áherslu á byggingu nýrra hjúkrunarrýma fyrir síðustu kosningar. Hét flokkurinn því að beita sér fyrir byggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma á 2 árum. Það markmið næst ekki enda fór þetta stefnumál ekki óbreytt inn í stefnuskrá stjórnarinnar.Ég er ekki hrifinn af hugmyndum um að fjármagna hluta af hjúkrunarrýmunum með einkafjármagni.
Björgvin Guðmundsson
400 ný hjúkrunarrými | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Facebook
Athugasemdir
Ég sé ekki fyrir mér hvernig þeir ætla að fá fólk til umönnunarstarfa, sérstaklega ófaglærða og sjúkraliða, miðað við hvernig staðan er á mínum vinnustað og hefur verið. Mannekla upp á nánast hvern einasta dag, enda er kaupið varla mönnum bjóðandi!
Hildur (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.