Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Þórunn talaði á fjölmennum fundi á Húsavík
Um 350 manns sóttu opinn fund sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra boðaði til á Húsavík í kvöld til að ræða nýlegan úrskurð hennar um að áhrif fyrirhugaðs álvers á Bakka á umhverfið skuli metin heildstætt. Íbúar á svæðinu hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega og hafa krafist svara.Fyrirspurni
sem fram komu á fundinum voru allar á eina leið, en fundargestir eru ósáttir við ákvörðun ráðherra og skilja ekki hvers vegna hún komst að þessari niðurstöðu. Fram hefur komið að fólk hafi áhyggjur af þeirri óvissu sem hafi skapast í kjölfar ákvörðunar umhverfisráðherra. Að þeirra mati tefur ákvörðunin álversframkvæmdir um eitt ár. Þórunn segir hins vegar að aðeins sé um nokkra mánuði að ræða.
Á fundinum reyndi umhverfisráðherra fyrst og fremst að útskýra fyrir fundargestum hvers vegna hún tók þessa ákvörðun, og vísaði ráðherra til 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum sínu máli til stuðnings. Þórunn sagði við fundargesti að hún beri að fylgja lögum. Fréttaritari mbl.is á Húsavík segir fundargesti ekki hafa fengið skýr svör hjá ráðherra við spurningum sínum.
Auk Þórunnar var Kristján L. Möller samgönguráðherra viðstaddur fundinn. (mbl.is)
Þórunn stóð sig vel á fundinum en ýmsir fundarmanna voru þó ekki alveg ánægðir með svör hennar.Sumir töldu,að ekki hefðu þurft heildstætt umhverfismat.Ekki er talið að umhverfismatið þurfi að tefja framkvæmdir meira en í nokkra mánuði.
Björgvin Guðmundsson
.
Þórunn ræddi við Húsvíkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Facebook
Athugasemdir
Þó maður sé krati þarf maður ekki endilega að vera yfir sig hrifinn af flokksystur sinni. Þórunn kom sér undan að svara erfiðustu spurningunum sem fyrir hana voru lagðar samkvæmt fréttum á Rúv. Það kom fram í máli Katrínar Júlíusdóttur alþingismanns, skömmu eftir að ákvörðun Þórunnar lá fyrir, að málið myndi ekki tefjast um einn einasta dag. Hún hefur greinilega ekki haft hugmynd um hvað hún var að tala um.
Gísli Sigurðsson, 12.8.2008 kl. 22:58
Ég geri ráð fyrir að Björgvin Guðmundsson hafi verið þar staddur?
kveðja
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:12
Mikið askkoti saknar maður Framsóknarflokksins þessa stundina!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.8.2008 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.