Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Myndar Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta með Framsókn í borgarstjórn
Sjálfstæðismenn vilja sjá ákveðnar breytingar á meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hreyfing er í þá átt að taka upp samstarf við Framsóknarflokkinn og styrkja mögulega meirihlutasamstarfið með því. Einnig hefur verið þrýstingur á það að Sjálfstæðisflokkurinn fái borgarstjórastólinn fyrr en samið hafði verið um.
Framsóknarmenn útiloka ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, enda felst í því tækifæri fyrir flokkinn að komast aftur til áhrifa, en ólíklegt má telja að framsóknarmenn vilji fara í samstarf við Frjálslynda og verða þriðji flokkurinn í meirihlutasamstarfinu.
Undirliggjandi þreytu og óþolinmæði hefur gætt meðal sjálfstæðismanna um nokkurt skeið og ekki hafa skoðanakannanir bætt úr skák. Þær raddir heyrast að erfiðir tímar séu í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Því sé ábyrgðarhluti að renna ekki stoðum undir samstarfið þannig að meirihlutinn verði vandanum vaxinn.
Þá er óánægja meðal sjálfstæðismanna með það hvernig umræða hefur þróast um skipulags- og samgöngumál, m.a. vegna Listaháskólans og vegna Bitruvirkjunar. Ólafur F. Magnússon hefur sagt að virkjunin hafi verið slegin af, en það stangast á við orð Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa og stjórnarformanns OR.
Sjálfstæðismönnum þykir Frjálslyndir fullaðsópsmiklir í meirihlutasamstarfinu miðað við fylgi þeirra í síðustu borgarstjórnarkosningum. Það eru allir að springa, sagði einn úr landsmálunum í gær. (mbl.is)
Þorsteinn Pálsson,ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði forustugrein í blað sitt í gær,þar sem hann mælti með samstarfi við Framsókn í borgarstjórn.Framsókn mun til í samstarf en ekki sem þriðja hjól,eða m.ö.o. Ólafur F. yrði þá ekki með í samstarfinu. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn þorir að íta Ólafi út a eftir að koma í ljós.Samkvæmt samningum getur Ólafur setið í stól borgarstjóra fram í mars. Hvernig íhaldið ætlar að breyta því er erfitt að sjá. Það yrði þá að kaupa hann út. Ólafur yrði þá keyptur öðru sinni.En sjálfsagt yrði meirihluti íhaldsins og Óskars Bergssonar styrkari en núverandi meirihluti sem er mjög ótraustur.Framsókn hafði skuldbundið sig til þess að starfa með minnihlutaflokkunum út kjörtímabilið.Fróðlegt verður að sjá hvort hún rýfur það samkomulag.
Björgvin Guðmundsson
Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.