Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Dagur: Örvænting íhaldsins alger í Rvk
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.
Ég tek undir með Degi,að það lýsir mikilli örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum að íhuga nú að íta Ólafi F. út og taka Framsókn í staðinn. Síðasta skoðanakönnun hræðir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björgvin.
Ef þú finnur einhvern sem bæði treystir sér, getur og vill spá fyrir um gerðir núverandi meirihluta í borgarstjórn þá endilega láttu mig vita. Hér í Ósló mundu menn ugglaust vilja komast í tæri við slíkan spámann til að fá hann til að opna gluggann að fratíð Frp hér í landi.
Dunni, 13.8.2008 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.