Er rétt að ríkið leigi hjúkrunarrými af einkaaðilum?

Fyrir síðustu kosningar sagði Samfylkingin,að  mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar væri að   leysa hjúkrunarvandann þannig,að allir hjúkrunarsjúklingar,sem þess þurfa,geti fengið inni á hjúkrunarheimili.Þetta var gott stefnumál.Og það er í samræmi við það,að  félagsmála-og tryggingaráðuneytið birtir nú áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma fram til ársins 2012.

Ég hnaut um það í yfirlýsingu um málið að fjármagna á framkvæmdir að hluta með einkafjármagni og taka á leigu hjúkrunarrými frá einkaaðilum.Viljum við það? Í yfirlýsingunni stendur m.a.:

"Endanlegur kostnaður við þá uppbyggingu sem framkvæmdaáætlunin tekur til mun ekki liggja fyrir fyrr en að lokinni endurskoðun áætlunarinnar í árslok 2009. Ef miðað er við þörfina eins og hún liggur nú fyrir er áætlaður stofnkostnaður ríkis, sveitarfélaga og sjálfseignarstofnana við fjölgun hjúkrunarrýma samkvæmt áætluninni um 17 milljarðar króna sem dreifist að hluta til á allt að 25 ár. Í þessu felst það nýmæli að verulegur hluti uppbyggingarinnar verður fjármagnaður með leigugreiðslum í stað stofnkostnaðarframlags á fjárlögum."

Er svo komið fyrir íslenskra ríkinu að það verði að láta einkafjármagnið byggja upp hjúkrunarheimili fyrir þá,sem komnir eru á efri ár og lokið hafa löngum vinnudegi. Getur ríkið ekki lengur byggt hjúkrunarheimili í samvinnu við sveitarfélögin.Á að láita einkafjármagnið,auðjöfrana, byggja  hjúkrunarheimili og ríkið  síðan að leigja af þeim eins og bónbjargarmaður og greiða himinháa leigu fyrir.Getur ríkið ekki alveg eins tekið lán fyrir byggingaframkvæmdum eins og að snúa sér til einkafjármagnsin.Ég er ekkert hrifinn af þessari nýju leið. Ég veit,að einkaaðilar munu  taka himinháa leigu af ríkinu og þetta verður ekkert hagstæðara fyrir ríkið. Hið opinbera  getur alveg útvegað það fjármagn sem þarf til   þess að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband