Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Er nýr meirihluti í uppsiglingu?
Ljóst er að meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og F-listans er komið á endastað og breytingar óhjákvæmilegar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Þar vegur þyngst að sjálfstæðismenn telja að samstöðu skorti til að takast á við erfið verkefni sem framundan eru og felast einkum í fjárhagsáætlanagerð, atvinnumálum og efnahagsmálum. Meirihlutinn þurfi að hafa festu og burði til þess að takast á við efnahagsvandann í þjóðfélaginu og það sé ekkert gamanmál.
Óánægja hefur kraumað lengi í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins með að ekki náist að koma ákvörðunum upp úr átakamiðuðu ferli. Það hafi verið undirliggjandi þáttur of lengi í samstarfinu við F-listann.
Það skortir festu og áræði til að taka sársaukafullar ákvarðanir. Í staðinn snýst allt um persónu Ólafs F. Magnússonar og endalaus aukaatriði, sem taka alltof mikinn tíma.(mbl.is)
Fréttablaðið fullyrðir,að nýr meirihluti í borgarstjórn taki við í dag,þe. meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Ekkert hefur þó fengist staðfest um þetta. En fróðlegt verður að sjá hvort þetta gengur eftir.Ljóst er að Ólafur F. samþykkir ekki að taka Framsókn inn sem þriðja hjól. Sjálfstæðisflokkurinn verður því að slíta samstarfinu við Ólaf F. ef ætlunin er að fá Framsókn inn. Meiningin er,að Hanna Birna verði borgarstjóri ef þetta" plan" gengur upp.
Björgvin Guðmundsson
Samstarfið á endastað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.