Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Geta opinberir aðilar ekki byggt hjúkrunarheimili?
Samkvæmt lögum eiga ríki og sveitarfélög að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða.En nú bregður svo við,að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um byggingu hjúkrunarheimila er gert ráð fyrir,að leitað verði að verulegu leyti til einkafjármagns um byggingu hjúkrunarheimila og að ríkið leigi síðan hjúkrunarheimilin af einkaaðilum.Ef þetta verður er farið út á alveg nýja braut við byggingu hjúkrunarheimila. Hvers vegna? Af hverju þarf þessa breytingu á mestu uppgangstímum í sögu þjóðarinnar.Þegar meiri peningar eru í umferð en nokkru sinni fyrr getur hið opinbera ekki byggt hjúkrunarheimili fyrir gamla fólkið.Er hér fjárskorti um að kenna eða er meiningin að gefa einkaðilum tækifæri til þess að græða á gamla fólkinu.Ég veit ekki svarið. En ég er algerlega andvígur því að ríkið láti einkaaðila byggja hjúkrunarheimili og taki heimilin síðan á leigu af einkaðilum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.