Föstudagur, 15. ágúst 2008
Ólafur F.segist hafa verið blekktur til samstarfs
Ólafur F. Magnússon segir að það hafi komið á daginn að sjálfstæðismenn hafi blekkt sig til samstarfs og segist yfirgefa stöðu borgarstjóra með söknuði og eftirsjá. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ólafi sem lætur af embætti borgarstjóra á fimmtudag eftir samstarfsslitin í gær.
Í yfirlýsingu Ólafs F. segir svo m.a.:
F-lista og Sjálfstæðisflokks varð til að frumkvæði sjálfstæðismanna. Þá lá fyrir málefnasamningur undir yfirskriftinni Velferð og öryggi".
Í málefnasamningunum náðust fram þær sterku áherslur sem ég hef lagt á velferðar-, öryggis- og umhverfismál. Málefnasamningurinn var á jafnréttisgrundvelli og fyrir lágu sterkar heitbindingar
sjálfstæðismanna um að við hann yrði staðið og á grundvelli hans yrði meirihlutasamstarfið látið vara út kjörtímabilið.
Mörgum þótti málefnasamningurinn ótrúlega góður fyrir F-listann og oddviti minnihlutans viðhafði þau orð að með málefnasamningnum væru sjálfstæðismenn að blekkja Ólaf F. Magnússon til samstarfs" í þeim tilgangi einum að sprengja meirihluta Tjarnarkvartettsins. Þetta hefur því miður komið á daginn.
Þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki bent á nein mál sem kalla mætti stór í umkvörtunum sínum við mig, verð ég að geta mér þess til, að með nýju samstarfi við Framsóknarflokkinn vilji sjálfstæðismenn virkja á kostnað náttúrunnar og byggja á kostnað gömlu götumyndarinnar í miðbænum.( en minnmbl.is)
Það er athyglisvert,að Ólafur viðurkennir nú að hafa verið blekktur til samstarfs.Það virðist hafa verið aðaltilgangur íhaldsins .
að sprengja meirihluta Tjarnarkvartettsins en minna atriði að skapa starfshæfan meirihluta. Margir spáðu því,að meirihlutinn mundi ekki endast lengi. Og þeir reyndust sannspáir.
Björgvin Guðmundsson
Ólafur: Blekktur til samstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.