Ljósmæður i verkfall í september

Ljósmæður samþykktu í atkvæðagreiðslu í vikunni að boða til verkfallsaðgerða í byrjun september til þess að knýja á um betri kjör.

Fram kemur í tilkynningu frá Ljósmæðrafélagi Íslands að verkfallsaðgerðir hafi verið samþykktar með 98-99 prósentum greiddra atkvæða. Metþátttaka var í atkvæðagreiðslunni en yfir 90 prósent atkvæðabærra ljósmæðra tóku þátt. Verkföllin beinast gegn sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum í rekstri ríkisins. Fyrsta verkfallið verður 4. og 5. september en síðan stigmagnast aðgerðirnar og þeim lýkur með allsherjarverkfalli 29. september.

Vonandi semst áður en til verkfalls kemur. En kjör ljósmæðra eru slæm og þurfa að batna verulega. Eðlilegt er að hækka kaup þeirra um 25% eins og kaup forstjóra LHS.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Í


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband