Samfylkingin hefur unnið vel fyrir fatlaða

Ég hlustaði á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur,alþingismann. á Útavarpi Sögu í morgun. ( endurflutning)´.Þetta  var gott erindi. Hún talaði einkum um málefni fatlaðra en einnig vék hún aðeins að lífeyrismálum.Ásta Ragnheiður er mikil baráttukona fyrir bættum kjörum öryrkja og aldraðra.Það kom fram í erindi hennar,að Samfylkingin hefur gert mikið fyrir fatlaða og öryrkja yfirleitt að undanförnu.Ég er sammála því. Hún sagði,að Samfylkingin hefði einnig gert mikið fyrir lífeyrisþega almennt og þar á meðal aldraða.Það er rétt að vissu  marki. Kjör þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaðnum hafa verið bætt verulega svo og felst mikil kjarabót í því að afnema tengingu  lífeyris við tekjur maka.En það hefur ekkert verið gert fyrir þá eldri borgara,sem ekki geta verið á vinnumarkaðnum eða telja sig vera búna að skila nægilegu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. Þetta er mikið stærri hópur en sá sem er að   vinna. 2/3 eldri borgara eru ekki á vinnumarkaðnum. Hefur þessi hópur gleymst?

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband