Mánudagur, 18. ágúst 2008
Átti Ólafur borgarstjóri að vera strengjabrúða í höndum íhaldsins?
Í kastljósþætti RÚV,þar sem rætt var við Ólaf borgarstjóra og Hönnu Birnu oddvita íhaldsins kom margt athyglisvert fram. Hanna Birna sagðist hafa komið á daglegum fundum með Ólafi til þess að ræða málin. Ljóst var,að þar ætlaði hún að leggja honum lífsreglurnar reglulega og segja hvað hann mætti gera og hvað ekki. Það gekk svo langt,að Hanna Birna vildi ráða því hvaða aðstoðarmann Ólafur réði sér sem borgarstjóri.Ólafur ætlaði að ráða Gunnar Smára Egilsson sem aðstoðarmann en Hann Birna bannaði það.Næst gerðist það,að Hanna Birna lagði til að þau Ólafur og hún hefðu sameiginlegan aðastoðarmann! Það er svipað og Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hefðu sameiginlegan aðstoðarmann! Ólafur borgarstjóri tók tillit til sjónarmiða Hönnu Birnu og hætti við að ráða Gunnar Smára sem aðstoðarmann en ákvað að ráða hann sem einhvers konar upplýsingafulltrúa með aðsetri í ráðhúsinu. Þá sagði Hanna Birna,að Gunnar Smári mætti ekki hafa skrifstofu í ráðhúsinu!Ólafur hefur greinilega átt að vera strengjabrúða í höndum íhaldsins. Hanna Birna nefndi ekkert eitt mál í kastljósi,sem valdið hefði miklum ágreiningi milli hennar og Ólafs. Hún sagði einfaldlega að samstarfið hefði ekki gengið upp. Ólafur reyndi að teygja sig til samkomulags við íhaldið og bauðst til þess að hætta sem borgarstjóri um áramót í stað þess að hætta í mars.En það dugði íhaldinu ekki. Í stað þess að ná samkomulagi um breytingar á samstarfinu vildi íhaldið frekar slíta samkomulaginu einhliða og svíkja undirritaðan samning við Ólaf og drengskaparloforð,sem Vilhjálmur og Kjartan Magnússon gáfu Ólafi um að samkomulagið yrði ekki rofið áður en kjörtímabilið væri á enda. Ólafur segir,að slæmar skoðanakannaniur fyrir íhaldið hafi ráðið því að það ákvað að slíta meirihlutasamstarfinu.íhaldið taldi,að með því að slíta samstarfi við Ólaf og taka upp samstarf við Óskar Bergsson mundi fylgið aukast. En ný skoðanakönnun Fréttablaðsins bendir ekki til þess að svo sé.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.