Marsibil styður ekki meirihlutann í borgarstjórn

Marsibil Sæmundardóttir, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hittir stuðningsmenn sína núna fyrir hádegi til að vega og meta stöðu sína í borginni. Hún hefur gefið það út að hún styðji ekki nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Marsibil segir nokkra kosti í stöðunni. Hún geti verið áfram í flokknum en starfað í minnihluta, hún geti starfað sem óháður borgarfulltrúi, skipt um flokk eða hætt.

Marsibil segir að ákveði hún að starfa áfram vilji hún vinna með minnihlutanum en að hún myndi þó ekki sprengja meirihlutann gæfist henni kostur á því. Marsibil segist ætla að gefa út yfirlýsingu þegar hún hefur tekið ákvörðun, en býst ekki við að það verði í dag.

Svo virðist sem Óskar Bergsson hafi fáa með sér af framboðslistanum til þess að styðja meirihlutann með íhaldinu. Marsibil styður hann ekki. Sá,sem skipaði næsta sæti fyrir neðan er hættur.Björn Ingi var áður  hættur,svo og  Anna Kirstinsdóttir.Óskar hefur sjálfur sagt,að hann verði að fara út fyrir flokkinn til þess að fá fólk í nefndir. Það er óskiljanlegt hvers vegna Óskar ákvað að ganga til samstarfs við íhaldið. Hann var búinn að gangrýna það harðlega. Var það  Guðni Ágústsson sem skipaði honum það?

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband