Mánudagur, 18. ágúst 2008
Dreift kjaftasögum um Ólaf borgarstjóra!
Í kastljósþætti í síðustu viku vék Helgi Seljan að því,að sögur hefðu gengið það,að Ólafur borgarstjóri hefði verið mikið á börum borgarinnar undanfarið og gaf Helgi í skyn,að hegðan Ólafs hefði ekki verið í lagi þar. Ólafur borgarstjóri sagði, að það væri rétt,að hann hefði farið á bari en hann hefði ekki neytt víns þar, farið á eigin bíl og verið ódrukkinn. En hann kvaðst hafa heyrt um þessar sögur og að enhverjir hefði dreift þeim,ef til viill pólitískir andstæðingar. Hanna Birna vék einnig að þessu og viðurkenndi að hafa tekið þetta mál upp á viðræðufundi þeirra Ólafs.
Samkvæmt þessu er nú farið að ræða einkamál stjórnmálamanna á viðræðurfundum íhalds og samstarfsflokka þess. Það verður sjálfsagt tekið upp hvort Óskar Bergsson stundi barina í Reykjavík og ákveðið hvaða bari hann megi sækja og hvað mikið hann megi drekka. Þetta er að vísu nýtt en íhaldinu er ekkert óviðkomandi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.8.2008 kl. 14:28
Þessar spurningar Helga fundust mér einkar óviðeigandi. Hanna Birna vék sér hjá því að svara þeim á þann veg að Helgi yrði bara að snúa sér til Ólafs sjálfs til að fá svör við þeim. Enn og aftur einkar óviðeigandi þegar Ólafur var greinilega í sárum.
365, 18.8.2008 kl. 16:23
Óskar þarf að fá matseðil sem listar vel hvað má og ekki má.
Hanna fékk sér skrifstofu við hliðina á Ólafi til að geta staðið yfir honum daglangt og heimtaði svo að einhver sem væri henni hliðhollur yrði hans aðstoðarmaður.
Frekjan og yfirgangurinn var algjör.
365: Hanna Birna svaraði spurningum Helga þannig að hún kveikti spurningu "viljandi" hjá áhorfendum um að kannski hefði eitthvað ósmekklegt átt sér stað.
Halla Rut , 18.8.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.