Nýi meirihlutinn hræðist gerð fjárhagsáætlunar

Nýr meirihluti í Reykjavíkurborg fundar í dag og ræðir áfram um málefnasamning og skiptingu í nefndir og ráð. Hanna Birna Kristjánsdóttir, verðandi borgarstjóri segir að vandasamt verk við gerð fjárhagsáætlunar bíði meirihlutans.

Hanna Birna og Óskar Bergsson, verðandi formaður borgarráðs, hittust um helgina til að ræða málefnasamning fjórða meirihlutans og hvernig raða skuli í ráð og nefndir borgarinnar. Hanna Birna segir engin ágreiningsefni hafa komið upp í viðræðunum. Hún vill ekkert upplýsa um efni málefnasamnings eða formennsku í nefndum og ráðum.

Í tíð fyrsta meirihlutans gegndi Óskar Bergsson formennsku í framkvæmdaráði. Þá höfðu Framsóknarmenn formennsku í borgarráði og íþrótta- og tómstundaráði. Flokkarnir tveir sömdu um að skipta á milli sín stjórnarformennsku í Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahöfnum. Það átti að koma í hlut Framsóknarmanna að fara með stjórnarformennsku í Orkuveitunni seinni tvö ár kjörtímabilsins.

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, sagði í fjölmiðlum um helgina að fyrir lægju tillögur um flatan niðurskurð á launaútgjöldum á velferðarsviði. Hanna Birna kannast ekki við það. Hún segir að nýja meirihlutans bíði vandasamt verk við gerð fjárhagsáætlunar. Bregðast þurfi við erfiðu ástandi í efnahagsmálum. (ruv.is)

Ekki er reiknað með neinum ágreiningi við skipan í nefndir og enn síður um málefni. Stuðst verður við gamla málefnasamninginn og  reynt verður einnig að hafa nefndaskipan svipaða og áður.'Með því að ákvörðun var  tekin um samstarfið hjá æðstu mönnum flokkanna  er ekki um það að ræða að skapa neinn ágreining um nefndir eða annað slíkt.Fyrirskipun er um að berja þetta saman og það verður gert.

 

Björgvin Guðmundsson

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Björgvin!Ég hef nú enga ástæðu til athugasemda við þessa færslu þína.Bý í Vestmannaeyjum.En mig langar til að þakka þér fyrir frábæra pisla um málefni aldraða.Ég og fleiri hér um slóðir lesa þá alltaf.Þessvegna veit ég að ég tala fyrir munn margra hér.Þetta er því innlits kvittun fyrir marga pisla og okkur marga lesendur.Hafðu innilegar þakkir fyrir og sértu ávallt kært kvaddur af okkur hér í Eyjum,

Ólafur Ragnarsson, 18.8.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband