Neytendasstofa sektar mörg bakari vegna ófullnægjandi verðmerkinga

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í bakaríum dagana 19. – 24. júní sl. Í kjölfar könnunarinnar sendi Neytendastofa 13 bakaríum tilmæli þess efnis að koma verðmerkingum í viðunandi horf.

Dagana 1. og 5. ágúst sl. fylgdi Neytendastofa könnuninni eftir og leiddi sú könnun í ljós að níu af þeim 13 bakaríum sem send voru tilmæli stofnunarinnar höfðu ekki farið að þeim. Neytendastofa hefur því lagt stjórnvaldssektir á Gamla góða bakaríið Borgarholtsbraut, sem rekið er af Bettís ehf., Hjá Jóa Fel Smáralind, Hjá Jóa Fel Holtagörðum, Kornið Bíldshöfða, Kornið Borgartúni, Kornið Ögurhvarfi, Odd bakara Grensásvegi, Sveinsbakarí Engihjalla og Sveinsbakarí Arnarbakka. Í öllum bakaríunum voru vörur í kæli óverðmerktar og í tveimur bakaríum var verðmerkingum í borði mjög ábótavant.

Ég fagna því að Neytendastofa skuli hafa tekið verðmerkingar i bakaríum föstum tökum.En það er víðar,sem verðmerkingum er ábótavant. Er þess að vænta,að Neytendastofa geri  athugasemdir alls staðar sem þörf er á.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband