Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Verður Gylfi næsti forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands vill ekki láta uppi hvort hann gefi kost á sér sem forseti sambandsins komandi ársfundi þess í lok október næstkomandi. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ sagðist fyrr í sumar vera að hugsa málið en ekki náðist í hana nú.
Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambands Íslands tilkynnti í júní að gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Hann var fyrst kjörinn forseti á 38. þingi ASÍ árið 1996, endurkjörinn á þinginu 2000 og á ársfundi 2002, 2004 og 2006. (mbl.is)
Gylfi yrði ágætur forseti Alþýðusambandsins. Hann er skeleggur og vel að sér.Nú er þörf á góðum forseta ASÍ,þar eð erfiðir tímar eru framundan og nauðsynlegt,að verkalýðshreyfingin veiti örugga og trausta forustu í baráttunni fyrir bættum kjörum verkafólks.
Björgvin Guðmundsson
Forsetakjör hjá ASÍ: Ekkert framboð komið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.