Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Þorbjörg Helga ætlaði að reka sviðsstjórann!
Ég bjargaði því að frábær embættismaður borgarinnar yrði látinn fara fyrir það eitt að vera samviskusamur og reyna að leiðbeina ungum og óreyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir efndi sem formaður leikskólaráðs til mjög dýrrar auglýsingaherferðar út af Borgarbörnum. Hún hafði ekkert samráð við mig eða æðstu stjórn borgarinnar um það og lítið samráð við sviðsstjórann, Ragnhildi Bjarnadóttur. Þegar sviðsstjórinn gerði athugasemdir vildi Þorbjörg Helga láta reka sviðsstjórann sem átti allt annað skilið enda einn af traustustu og bestu starfsmönnum borgarinnar segir Ólafur F.(mbl.is)
Þessi saga,sem Ólafur fráfarandi borgarstjóri segir af viðskiptum Þorbjargar Helgu formanns leikskólaráðs og Ragnhildar Bjarnadóttur sviðsstjóra ráðsins leiðir í ljós,að nefndarformaðurinn hefur misskilið hlutverk sitt. Það er ekki hlutverk formanna nefnda og ráða hjá borginni að ráða eða reka embættismenn. Það verkefni er í höndum borgarráðs og borgarstjóra.Það er heldur ekki hlutverk formanna nefnda og ráða að taka ákvarðanir um mikil fjárútlát borgarinnar. Það vald liggur hjá borgarráði og borgarstjórn.Svo virðist sem sumir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafi ofmetnast við að veljast til formennsku í ráðum og að þeir hafi tekið sér meira vald en þeir höfðu. Það sama má segja um nýjan oddvita Sjálfstæðisflokksinss.Hann hefur einnig ofmetnast og ætlaði að stýra Ólafi borgarstjóra alveg eins og strengjabrúðu. Fróðlegt verður að sjá hvernig henni gengur að stýra Óskari Bergssyni.
Björgvin Guðmundsson
Ólafur F. Magnússon: Stöðvaði brottrekstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.