Kaupmáttur lífeyris aldraðra dróst aftur úr í kaupmáttarþróuninni

Stefán Ólafsson prófessor er nú formaður tryggingaráðs ( stjórnar TR).Ég bind miklar vonir við formennsku hans þar og vona,að hann geti komið fram lagfæringu á  lífeyri bótaþega,sem dregist hefur mikið aftur úr. Þó geri ég mér ljóst,að ráðherra er yfir honum. Stefán hefur á undanförnum árum skrifað margar greinar um kjaramál aldraðra og öryrkja og lagt áherslu á nauðsyn þess að bæta kjör þeirra.Í einni greininni,sem Stefán skrifaði   sagði hann m.a.:

Kaupmáttur hámarkslífeyris til einhleypra eldri borgara dróst stórlega aftur úr almennu kaupmáttarþróuninni í samfélaginu í góðærinu eftir 1995.

    Frá 1990 til 2005 jókst kaupmáttur þjóðarinnar um 50,6% á meðan kaupmáttur hámarkslífeyris frá Tryggingastofnun jókst um 18%. Það endurspeglar kjaraþróun þeirra lífeyrisþega sem lítið annað hafa en almannatryggingar til að stóla á. Þeir sem fá að auki lágar eða hóflegar greiðslur úr lífeyrissjóðum hafa einnig setið eftir, en það er stór hluti eldri borgara og öryrkja.

    Megin ástæða þessarar óhagstæðu þróunar fyrir lífeyrisþega er hin aukna skattbyrði sem lagðist á lágtekjuhópana í samfélaginu. Stjórnvöld eiga þannig stærsta sök á því að kjör lífeyrisþega hafa dregist afturúr í góðærinu frá 1995.

Þessi orð Stefán eru að mestu í fullu gildi enn.Að vísu bötnuðu kjör lífeyrisþega nokkuð með samkomulagi  LEB og fyrri ríkisstjórnar  2006. En síðan hafa þau versnað aftur á  yfirstandandi ári eins og ég hefi margoft bent á og nú er lífeyrir aldraðra aðeins 93.74% af lágmarkslaunum ( 100% sl. ár) Ég vænti þess því,að Stefán hafi  gliðnunina í huga   þegar hann fjallar um kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum.

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband