Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Góð frammistaða Íslands í handboltanum
Ísland vann glæsilegan sigur á Pólverjum í fjórðungsúrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking, 32-30. Ísland spilar þar með um verðlaun á leikunum.
Ísland mætir annað hvort Suður-Kóreu eða Spáni í undanúrslitum en sá leikur hefst klukkan 12.15 í dag. Leikur Íslands í undanúrslitum fer fram á föstudaginn klukkan 12.15.( visir.is)
Maður er stoltur af strákunum okkar fyrir þessa frækilegu frammistöðu á Ólympíuleikunum. Þeir unnu fyrstu tvo leikina og gerðu jafntefli við Dani og Egypta og unnu síðan Pólverja sl. nótt en Pólverjar eru taldir með góðir. Nú er eftir að sjá hvernig Íslandi reiðir af í dag og á föstudag. Við vonum að þeir vinni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.